mánudagur, október 13, 2003

Giggijoch, Sölden, Österreich, Europa, Die Welt usw.

100 atriða listar tröllríða öllu um þessar mundir en Birgir hefur einn manna haft vit á því að þetta eru upphaflega 101 hluta listar. Fæstir vita væntanlega hvar uppruni þessara lista liggur en fróðum mönnum þykir nokkurð ljóst að hann megi rekja til þess ódauðlega meistaraverks "101 things to do in Giggijoch when you're bored" sem ritað var í Týrólsku ölpunum á jólaföstu 1997. Nóbelsverðlaunaakademían var albúin að veita listanum réttmæta viðurkenningu þegar deilur um höfundarétt hófust sem ollu svo miklu uppnámi að bæði Laxness og Falco hrukku upp af í öllum hamaganginum. En allavega, listinn hékk síðast þegar vitað var uppá vegg í herbergi í Surrey hjá lafði Söruh Garton, einum meðhöfunda, en auk hennar ber að geta kengúrunnar Karl Brown aka Charlie Brown, aka Kalli Bjarna, aka verðandi ólympíumeistari í siglingum. Aðalhöfundur var vissulega ykkar einlægur enda sérfróður um að finna upp á einkennilegum hlutum til að gera í þunnu fjallalofti. En ætti maður að klambra saman eins og einum lista svona til að vera með, loka hringnum? Eða kannski ég bíði færis og laumist í dagbókina hans Erik? Maður ætti að koma honum upp á að blogga, ég er orðinn skelfilega forvitinn að vita hvernig maður sem gerir ekkert annað en að lesa og kenna getur haldið úti dagbók með fjórum þéttskrifuðum síðum á dag. Að vísu spurning hvort dagbókin sé ekki á flæmsku til að hindra njósnastarfsemi?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home