fimmtudagur, janúar 29, 2004

Bókahorn Gambrans snýr aftur

Eftir að hafa farið í eins árs, eins mánaðar og ellefu daga frí þá snýr Bókahorn Gambrans aftur! Bókahornið er þessa stundina mest að velta fyrir sér hvað það á að lesa þetta árið. Kennslan tekur sitt, ég þarf að fara að endurlesa Mother Night, A Star Called Henry, In the Country of Last Things og About a Boy fljótlega - en þar sem Gambrinn er bókabúðafíkill af verstu sort þá á hann allt of mikið af ólesnum bókum heima hjá sér enda kaupir hann alltaf tíu bækur fyrir hverja eina sem hann les. Því er raunar stórmerkilegt að ég sé þó búin að lesa meirihlutann af bókunum heima hjá mér. En minnihlutinn er stór. Þannig að þetta er í raun tossalisti, tíu bækur sem ég ætla hér með að lofa sjálfum mér að lesa á þessu ári:

Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason

Just to know what all the fuzz was about ... hef samt aðeins á tilfinningunni að HH sé að taka sig of alvarlega þarna

Bókin um hlátur og gleymsku eftir Kundera

Byrjaði einhverntímann á henni og hún var góð en svo varð hún óvart skilin eftir heima hálfkláruð þegar ég fór út til Austurríkis að vinna

The Book of Illusions og / eða Oracle Night eftir Paul Auster

Því það er nauðsynlegt að lesa Auster reglulega

Lolita eftir Vladimir Nabakov

Leit á fyrstu síðuna, ótrúlegur stíll

Golem eftir Gustav Meyerink

Sumar bækur eru göldróttar, Gólem tengir Prag og Akureyri í einhverri grárri forneskju, löng saga sem ég fer kannski betur í þegar ég er búin að lesa hana og sjálfsagt kominn með allt aðrar hugmyndir um hana

Steppenwolf eftir Herman Hesse

Virkar spennandi þó ég hafi ekki hugmynd um hvað hún er

On the Road eftir Jack Kerouac

Því ef nafnið væri ekki frátekið myndi ég nota það, hefur lengi glumið í hausnum á mér eins og eitthvað ósungið lag

A Moveable Feast og / eða The Sun Also Rises eftir Hemingway

Alltof langt síðan maður hefur kíkt almennilega á kallinn

Total Fears og / eða I Served the King of England eftir Bohumil Hrabal

Hrabal er einfaldlega yndislegur á sinn alPragverska hátt. Langar meira að lesa Total Fears, en I Served ... hlaut frábær meðmæli frá manneskju sem ég tek mark á

The Ground Beneath Her Feet eftir Salman Rushdie

Rushdie inspíreraður af U2, hljómar skemmtilega brjálæðislega allt saman

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home