laugardagur, október 02, 2004
Hugleiðingar sem hafa lengi leitað á mig. Ég þoli til dæmis hvaða limlestingar sem er í bíómyndum án þess að blikka auga - en ef það kemur nærmynd af gamalli konu með æðaberan háls eða eitthvað sambærilegt þá fer ég alveg í kerfi. Eins þá er merkilegt að ef ég er með verk í bakinu eða löppunum eða á einhverjum öðrum stað þá get ég alltaf rakið það til þess að það hafi verið mikið að gera eða það hafi reynt óvenju mikið á þann líkamshluta - en ef mér er illt í hálsinum þá er alltaf eitthvað að bögga mig, eins og hann sé beintengdur við sálina.
2 Comments:
Þú veist að fimmta orkustöðin býr í hálsinum og er orkustöð tjáningar. Þannig að ef þú ert að byrgja eitthvað inni þá getur það komið fram í hálsinum. Svo máttu geta hver það er sem þú þekkir sem dettur eitthvað svona í hug ;-)
tja, viðkomandi hlýtur óneitanlega að vera orðið illt í hálsinum að hafa ekki tjáð mér þetta fyrr eða var þetta eitthvað sem þú uppgötvaðir í Borgarnesi?
Skrifa ummæli
<< Home