miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Kosningasjónvarp RÚV rétt fyrir 3 að nóttu - Halleluja

Ólaf Sigurðsson er að ræða við Karl Blöndal aðtoðarritstjóra Morgunblaðsins. Karl er að tala um að þau ríki Bandaríkjanna þar sem kirkjusókn sé meiri o.s.frv. séu líklegri til þess að kjósa Bush. Karl er ekki að taka neina afstöðu, eingöngu að benda á staðreyndir sem styðja mýtu sem flestir þekkja. Treður spyrillinn Ólafur sér ekki inn með þetta furðulega komment um Biblíubeltið:

“Það er sjaldgæft að maður hitti betra og grandvara fólk en þar”

Þá vitum við það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home