miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Predikunarfulli hrokagikkslæknirinn sem nennti ekki að vinna vinnuna sína

Og svo Mogginn:

þar er verið að fjalla um ólætin á menningarnótt og endað á að ræða við mann að nafni Jón Baldursson sem ku vera yfirlæknir Landspítalans Í Fossvogi og verður stétt sinni rækilega til skammar. Það komu 63 manns á deildina til þeirra á milli 0 og 8 menningarnóttina og þegar mest var var 4 tíma bið eftir læknisaðstoð. "Jón segir að ekki hafi verið kallaður út aukamannskapur út af "svona vitleysu" eins og hann lýsir þessari hlið næturlífsins sem blasti við starfsfólki slysadeildar." og klikkir svo út með þessu: "Það sem einkennir þetta ástand er algert ábyrgðarleysi af allra hálfu. Fólk má kvarta yfir því að þurfa að bíða á biðstofunni en það er ekkert við því að gera. Við stóðum ekki fyrir þessari menningarhátíð eða djöfulgangi í miðbænum en við horfðum upp á afleiðingarnar sem eru ekki fallegar." Í fyrsta lagi virðist Jón þessi hafa gleymt að í "allir" þá er hann þar innifalinn og ber þar af leiðandi ábyrgð. Auðvitað er engin að segja að sjúkrahúsin beri ábyrgð á því sem gerist niðrí bæ frekar en að þau séu ábyrgð fyrir umferðarslysum á þjóðvegum landsins eða því að fólk verði ófrískt útí bæ. En það er nú samt þeirra að díla við það, það er þeirra vinna. Ekki það að ég vorkenni einhverjum útúrdrukknum áflogahundum neitt en það er nokkuð ljóst að einhverjir af þessum 63 hafa verið blásaklaus fórnarlömb - en það er gott fyrir það fólk að vita að lækninum þeirra finnst þetta bara hafa verið vitleysa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home