fimmtudagur, júlí 17, 2003

Can’t stop lying

Dettur alltaf reglulega í hug unglingabók sem ég las fyrir löngu um strák sem er óstöðvandi lygari. Stráksi var með íkorna eða eitthvað álíka kvikindi á öxlinni og laug ósjálfrátt hvort sem það hagnaðist honum eða ekki. Óvenju miklar sálfræðipælingar í gangi af unglingabók að vera. Ekkert masterpís en mjög athyglisverð samt.
En þó mér detti bókin reglulega í hug þá get ég ómögulega munað hvað hún hét eða hver skrifaði hana. Oftar er það öfugt, ég man nafnið, höfundin og búið. Myndi til dæmis ekki geta rakið plottið í einni einustu Fimmbók, kannski Ævintýrabókunum samt. En er ekki einhver vel lesin lesandi sem getur upplýst mig um ætterni skruddunar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home