miðvikudagur, júlí 16, 2003

Til hvers að vera grænmetisæta?

Ókei, það góða fólk sem borðaði matinn frá Grænum kosti með mér í gær var að vísu aðallega að þessu út af e-u heilsuflippi en fyrst maður lendir í þeirri fáránlegu lífsreynslu að borða fjögurra rétta máltíð þar sem réttur eitt, tvö, þrjú og fjögur er grænmeti – hvaða speking datt til dæmis grænmetislasagna í hug? – þá er vissulega ástæða til að velta þessu fyrir sér. Mögulegar ástæður?

Bregðast við mannfjölgunarvandamálum og þeim matarskorti sem af því getur stafað (grænmeti tekur minna pláss en beljur)

Ágætis rök en gengur ekki alveg hér á klakanum, það er frekar hægt að tala um rollufjölgunarvandamál hérna.

Hollusturökin þú ert það sem þú borðar.

Jamm, hvern langar ekki að verða grænmeti? En það eru til mun fljótlegri leiðir.

Get ekki fengið af mér að borða dýr eftir að ég fékk mér gæludýr.

Kötturinn minn er stolt kjötæta og myndi missa alla virðingu fyrir mér ef ég hætti að borða kjöt. Enda virðast flest skemmtileg gæludýr vera kjötætur – þessar grænmetisætur eru sjaldnast mjög skemmtilegar nema með réttri sósu – beljurnar á Öxará undanskildar.

Órökréttar tilfinningaástæður (get ekki borðað nautakjöt af því kálfarnir í sveitinni voru svo sætir etc.)

Einu almennilegu ástæðurnar sem mér dettur í hug, tilfinningaástæður eiga misvel við en vissulega eiga þær ágætlega vel við í tilfelli þegar jafn sterk rök og lyktin af hlutnum skiptir öllu máli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home