þriðjudagur, desember 02, 2003

Jibbí Kóla!

Hef hér með lokið kennslu þessa önn! Nú á ég bara eftir að búa til próf. Tja, og fara yfir nokkrar ritgerðir. Kannski ætti ég svo að fara yfir prófin þegar þar af kemur? Nei, það er nú væntanlega óþarfi, ég fer bara eftir því á hvaða tölu kennitalan þeirra byrjar á. Eða endar á. Nei, þá allir 9 sem er náttúrulega ekki nógu gott. Jæja, ætli maður neyðist ekki til að fara yfir þetta þó mig langi í JÓLAFRÍ! En það lagast allt þegar ég sé alla þá ódauðlegu snilld sem verður skrifuð á þessi prófblöð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home