föstudagur, október 31, 2003

Sólargeislar í vetrarsvefnleysi

Búin að sofa 15 tíma, samtals, síðustu fimm sólarhringa. Reikniði nú. Fara yfir ritgerðir, æfa leikritið, undirbúa tíma og kenna - en sofa? Nei. Var fyrst orðinn verulega skrýtinn í hausnum í dag og fyrsti alvörusnjórinn kom og allt fennti - fallegt en kalt og ég þreyttur, þreyttur, þreyttur og tuttugu sinnum það - en eftir að hafa lifað af morgun með álíka þreyttum nemendum þá komu þessir stórkostlegu sólargeislar og björguðu mér alveg ... stundum er svo algerlega þess virði að kenna þessum krökkum ... þrátt fyrir öll hin skiptin sem þau eru upptekin við að vera þjáðir unglingar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home