laugardagur, janúar 31, 2004

Laugardagsljóðið

Eins og veðrið er kemur bara eitt ljóð til greina, ljóð sem Hallgrímur Indriða las svo snilldarlega um jólin, ég samdi þetta þegar ég var eitthvað álíka gamall og krakkarnir sem ég er að kenna núna, frímó á efri hæð Gamla skóla …


Snjór

Hvít snjókorn
falla
letilega
til jarðar

hylja allt

Gera stytturnar tvær
fyrir utan gluggann
hvíthærðar

Hægt
falla þau
hægja á öllu,
hugsunum mínum ...

og hugsanir mínar eru um þau

það er eins og þau vilji fá mig út til sín
tæla mig
en ég get ekki farið

Ég þarf að fara í tíma

og á meðan falla þau
í huga mínum,
yfir hugsanir mínar,
hylja allt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home