föstudagur, febrúar 06, 2004

In memoriam

Minn ágæti gamli kennari Matthías Viðar er látinn. Hann kenndi mér einmitt Stefnur í bókmenntafræði og var skemmtilega ábúðamikill og spekingslegur í útliti, ekki ólíkt öðrum höfuðsnilling, Alan Rickman. En nú fær hann loksins að ræða við Blanchot undir fjögur ... Blanchot veit ekki hverju hann hefur verið að missa af hingað til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home