mánudagur, febrúar 02, 2004

Survivor All-Stars

i

Mánudagar verða náttúrulega Survivordagar á næstunni, maður er búinn að vera latur að fylgjast með síðustu þrem seríum (sá Tæland ekkert og eitthvað takmarkað af síðustu tveimur) en nú er náttúrulega nauðsynlegt að taka sig á. Annars virðist ég ekki hafa misst af miklu miðað við það að það eru ekki nema 4 úr síðustu 3 seríum í þessum All-Star þætti.

Þess ber vitanlega að geta að það er list að horfa á Survivor svo vel sé - það þarf að nota þá þekkingu sem viðkomandi hefur í mannfræði, félagsfræði, sálfræði, bókmenntafræði eða fjölmiðlafræði eftir atvikum - annars er eins víst að einhver misskilningur eigi sér stað og þátturinn verði bendlaður við lágmenningu (sem er vissulega rétta skilgreiningin á öllum misheppnuðu eftirlíkingunum). Verð að muna að troða Survivor / Truman Show ritgerðinni minni á netið við tækifæri.

En að keppninni, 3 ættbálkar í þetta skiptið, mér sýnist vera óttalegir kettlingar í Moga Moga ættbálknum, Lex var næst því að eiga Heart of Darkness móment hingað til í þáttunum en gugnaði á því og varð ósköp meirt óféti, Kathy man ég ekkert eftir, Jenna var aumur sigurvegari og bjórvömbin á Richard bar af sér óvenju lítin þokka. Sá ekki þáttinn með Shii Ann Huang þannig að hún gæti kannski bjargað einhverju en annars er Colby eini maðurinn með viti í hópnum.

Chaperaliðið er mjög misjafnt, Rob Mariano er mesta kríp seríunnar, já, verri en Johnnie Fairplay meira að segja, mig minnir að hinnir Robbinn hafi verið lítið skárri en mig gæti verið að misminna - og Susan stóð undir nafni sem Hvítt rusl dauðans. Amber er sæt og litlaus og dettur örugglega út í miðri seríu eins og síðast, en Alicia og Big Tom standa upp úr. Alicia hörkunagli og Big Tom er einfaldlega yndislegur sveitavargur af bestu gerð. Vitlaus að sjá kannski en með sitt brjóstvit sem kemur honum langt.

Í Saboga ættflokknum er óbermið Rudy sem kanavitleysingarnir héldu af hefðu þetta brjóstvit en hann var nú ekkert annað en rasistasvín af verstu gerð ef ég man rétt. En þetta er samt úrvalshópurinn, man að vísu lítið eftir Jennu og fannst Tina frekar litlaus sigurvegari, hálfvæmin eitthvað, en Jerri er náttúrulega yndislega mikil tík (samt ekki jafnmikil tík og allir töluðu um held ég) - og Ethan og Rupert eru mínir menn í keppninni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home