þriðjudagur, mars 23, 2004

Þriðjudagsbíó

ii

The Passion of the Christ

Þá var það þessi margumtalaða píslarsaga. Armeiskan nokkuð skemmtileg en myndin ekki alveg að ganga upp. Það hefur þó ekkert að gera með meint gyðingahatur eða gróft ofbeldið. Gyðingarnir koma ekkert verr út heldur en Rómverjarnir (helst að Pontíus sjálfur sleppi vel en útúrdrukknir kvalarar Krists eru allir Rómverskir hermenn) og hitt er að mörgu leiti styrkur myndarinnar.

Það er ágætis effekt að hafa þessa djöfulsímynd af óræðu kyni, það hefur mikið verið reynt að lesa út úr því einhverja fordóma gagnvart samkynhneigðum en mig grunar að þetta hafi einfaldlega verið vel heppnað bragð til þess að láta persónuna vera ómennskari, ekki af þessum heimi. Þá var leiksigur myndarinnar tvímælalaust túlkun Maia Morgenstern á Maríu mey sem dýpkaði heilmikið í meðförum hennar. Eins var Monica Belucci sterk sem María Magdalena og atriðið þar sem Jesú bjargar henni með þeim sterkari. Lærisveinarnir einnig ágætir þó maður ætti það til að rugla þeim saman.

En stóri veikleikinn í myndinni var Jesúinn sjálfur, Caviezel virtist sjaldnast þjást sérstaklega, oftast fannst manni hann frekar vera að sofna. Og það dregur oft heilmikið úr vægi myndarinnar sem vissulega er fínasta bíó á köflum. Þessar margumdeildu pyntingarsenur eru margar sterkar – og raunar er í mörgu sammála þeirri hugmynd um kristindóminn sem kemur þar fram. Þetta er trú sem er byggð upp á þjáningu, það er engin látin velkjast í vafa um að trúartákn kirkjunnar er pyntinga- og líflátstæki – og það er einnig krystaltært hvernig Rómverjar krossfestu Jesú til að halda lýðnum góðum – og það hefur dugað í tvöþúsund ár út af því að síðan þá hafa þeir gert út á samviskubitið, fyrst Rómverjar og þegar veldi þeirra leið undir lok þá tók kirkjan við og hefur viðhaldið trúnni með góðum árangri með því að nota hatur, samviskubit og fleira skemmtilegt sem finna má í þessari Píslarsögu Galíleumannsins, Ástríða Kristsins er vitanlega ást mannkynsins á því að pynta meðbræður sína sem krystallast í þeim táknum sem þeir velja til þess að tákna trú sína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home