mánudagur, mars 22, 2004

Survivor All-Stars

viii

Colby hvarf síðast, so long Texas. Spurning hvort Lex sé að skjóta sig í fótinn með þessu. Annars heyrist mér að Colby hafi, eins og margir aðrir Texasbúar, ástæðu til þess að lögsækja Bush jr. fyrir mannorðsmorð – það er alveg sama hvað þú gerir, ef þú missir það út úr sér að maður sér frá Texas reikna allir með að þú sért sækópati innst inni.
Skrítið annars hversu margir halda með krípunum, það er eins og fólk setji sama sem merki á milli þess að vera óféti og að hafa persónuleika – en það er náttúrulega líka hægt að hafa góðan persónuleika. Samanber Ethan, Colby, Cathy og Big Tom, Alicia að einhverju leiti. Rupert var náttúrulega með frábæran persónuleika en hefur sýnt sorglega lítið af honum undanfarið. Well, við lendum öll í óstuði stundum. Stundum tekur ansi langan tíma að hrista slenið af sér.
En hver fer næst? Ef Mogo Mogo tapar þá er þetta spurning hvort Ethan eða Jerri fara, Jerri væri líklegri ef það væri ekki fyrir það að hún og Lex hafa bundist nokkuð traustum böndum virðist vera – sem borgar sig væntanlega fyrir Lex að halda þar sem óvíst er að Ethan treysti honum aftur. Hinum megin er þetta ansi óljóst, helst að maður sé bjartsýnn á að Jenna fari – en kæmi ekki á óvart að krípí Rob fái fólk með sér á móti Aliciu. Svo reikna ég með að sameining fylgi í kjölfarið, enda alltaf gerst hingað til þegar það eru 10 eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home