vii
Það virðist taka ansi mikið á taugarnar að fara í Survivor í annað sinn, fólk hættir bara hvert um annað þvert. Ekki á ég nú samt eftir að sakna Sue, helst að það sé ástæða til að taka undir með Kathy sem fær mörg prik fyrir að benda á hvernig hún spúði hatri sínu yfir alla. Ekki það að Richard hafi endilega verið neitt geðslegur en athugum að þetta er sama konan og pissaði á fleka hópsins síns til að skýra hann, steinar úr glerhúsi allan tímann. Einkennilegt sjálfshatur í rauninni, fátt virtist fara meira í taugarnar á henni en Richard og Big Tom, kannski dæmigert hvítt rusl að einhverju leiti en langt frá því að ná hennar standard í þeim efnum.
En núna er þetta hnífjafnt, ég held vissulega með Mogo Mogo, Ethan, Colby og Kathy eiga allt gott skilið og Lex og Jerri fara ekkert sérstaklega í taugarnar á mér ennþá. Hef ekki myndað mér skoðun á Shi-Ann ennþá, ekki alveg komin nógu vel inní deilur hennar og Colby – en það er vissulega sterkt diss að sletta Captain America framan í einhvern enda með leiðinlegri ofurhetjum.
Chapera hins vegar óspennandi sem fyrr, það verður reglulega ljúft þegar Boston-Rob og Jenna ganga plankann. Amber er manni mest megnis sama um either way en Big Tom og Alicia eiga betra skilið. Svo er Rupert náttúrulega yndi – eða var? Finnst hann hálfpartinn vera að lifa á fornri frægð, var yndislegur í síðustu seríu, núna er hann til skiptist paranojd og trúgjarn – ég vil fá gamla Rupert aftur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home