laugardagur, mars 06, 2004

Laugardagssagan

Í tilefni af því að það er árshátíð í kvöld (og var árshátíð heyrist mér hjá mínum gömlu félögum í bókmenntafræðinni í gærkvöld) þá er spurning um að henda saman stuttri frásögn af síðustu árshátíð sem ég fór á á síðustu öld:

Árshátíð bókmenntafræðinema 1999

- persónuleg reynslusaga

Þetta gerðist allt fimmta mars. Árið var 1999, síðasta ár aldarinnar. Einu aldarinnar sem ég þekki. 21. öldin, hvað veit ég um hana? Ekkert ennþá. Bráðum. En það er bráðum, þetta var þá. Í mars, fimmtudagurinn sem literatúrinn fór á fyllirí og ég með. Ég er nefninlega svo menningalega sinnaður. Til að byrja með hafði ég slegið öllu upp í kæruleysi og stungið af til Akureyrar í þrjá daga með hluta af útlendingagenginu mínu. Eftir nokkra roklausa daga þá kom ég "heim" (um leið og ég fór að heiman, ha, ha) í Smoke City, Iceland. Well, you know, I'm fucking fullur when I rite this so the stafsetningarspelling og tungumálið verður allt ósköp óljóst. Þannig verður þessi frásögn nefninlega, timbruð, óljós og ekta. Timbruð eins og öldin sem er núna að hefja sitt lokafyllerí, eina spurningin er hvort eitthvert okkar lifi það af. Ég hafði fyrstu lotuna af. Það var bara grís að ég komst að þessari árshátíð, ég var af betla meðmæli af Ástráði og Róberti fyrir Prag-ferð (ég er ekki ennþá búin að ákveða hvort ég á að fagna aldamótunum í Prag eða heima) og hitti Baldur formann sem dobblaði mig á árshátíð sem ég hafði ekki hugmynd um. Annars er ég svoltíð eins og Sókrates, eina sem ég veit er að ég veit ekkert. Að vísu er ég öllu skarpari en hann, ég veit eitthvað - ég man það að vísu ekki en ég veit það. Ég veit líka að þetta er afskaplega óskýrt, samhengislaust og svo framvegis en það sannar aðeins þá fullyrðingu mína að þetta er ekkert feik, ég er nýkominn heim og ég er alltof fullur til að skrifa samhengislausa edrú sögu. Drekka sögur annars? Hvort sem heldur, ég keypti buxur til að gefa rónalúkkinu smáfrí, þurfti að vísu að plokka límmiðan af buxunum í klukkutíma og varð of seinn, en það stöðvaði mig ekki í því að eta - og náttúrulega drekka. Eftir smá chatt við Ólaf ljóðskáld Stefánsson og fleiri helti ég í mig tveim Baileys - og það var upphafið af miklum og góðum endurfundum mín og Bakkusar frænda. Þar næst lá leiðin í partý á óljósum stað á gleymdum tíma - en ég drakk Bacardi-Spritið mitt, Sibbi(eða var það Ingibjörg? - eða bæði?) og Ágústa gáfu mér bjór, síðan spjallaði ég helling við Sigurlaugu), Ágústu og Guðmundu. Um hvað man ég ekki - það skiptir ekki máli, það er mómentið sem gildir. Mómentið sem þarf að skilja - með öðrum orðum, þetta er ekki léleg og hallærisleg fylliríssaga eins og þið gætuð haldið heldur vantar ykkur bara innsæi til að skilja hvernig allt það sem hér er ritað skiptir miklu máli í menningarlegu, sögulegu og heimspekilegu samhengi. En, semsagt, svo kenndi ég Bjössa að drekka - Akureyrian Style. Þvínæst dansaði ég og djammaði, þar á meðal hið eina sanna, lagið mitt, Blister in the Sun, Grosse Pointe Blank rúlar. Svo var það löggusagan, Köbenhavn-Lolitu-sagan hans Bjössa og síðast en ekki síst pikkupplínan ódauðlega: "Ég er Anakin Skywalker, þú ert Natalie Portman." Ég fann að vísu ekki Natalie, enda leitaði ég varla. Ég er enn ástfanginn af Dísu, þessari gullfallegu stúlku á Ráðhúskaffi, ég skil ekki veit ekki, ástin - ég talaði ensku við hana fyrir feil, samt aðallega íslensku. Hún brosti, kannski ekki mikið, kannski ekki alveg sérstaklega til mín, en ég var þarna. Ég sá hana brosa. Kannski var það heill hellingur, kannski var það djúpt, kannski var það splunkunýtt bros, búið til handa mér, rétt eins og þessi saga er búin til fyrir hana þó hún sé ekki einu sinni um hana. Hún er bara þarna, á bak við hana, í hausnum á mér. Þetta gerist nefninlega allt í hausnum á mér. Mér og Guðmundi Andra, hann mætti samt ekki, ég veit ekki af hverju, en ég mætti. En sem sagt, ég fann ekki Natalie af því ég leitaði ekki en það fundu margir aðrir hana af því ég kenndi þeim pikkupp línuna. Það var að vísu ein manneskja, persóna x eða Helga eins og við skulum kalla hana til hægðarauka, og persóna y sem við skulum til einföldunar kalla Þorvarður, sem enduðu saman - og það var allt mér að þakka. Málið var að "Helga" var nú alltaf svona um það bil að reyna við mig - en síðan þá lentum við "Þorvarður" í rökræðum um gæði - eða öllu heldur skort á gæðum - kaffis. Hans kenning var eitthvað í sambandi við kaffi, koníak og kynlíf. Ég sagði náttúrulega að hann væri með vitlausa þrennu, það er kona, koníak og kynlíf. Við rifumst, "Helga" bættist í hópinn og að lokum keypti "Helga" þrjá kaffi og þrjá koníak, ég drakk koníakið og einn kaffisopa og skildi þau svo eftir, aðeins til að finna þau í hvors annars örmum næst þegar ég labbaði fram hjá. Góðverk dagsins, kvöldsins, næturinnar, ársins og bara aldarinnar, andskotinn hafi það! En hvað um það, þetta er náttúrulega aðallega drykkjusaga með örlitlum undirtónum af óskrifaðri ástarsögu mín og stúlkunnar sem líklega heitir Dísa og var kannski að gráta en brosti alveg örugglega og var falleg hvort sem hún grét eða brosti, svo falleg að hún skín í gegnum allt sem ég skrifa út af því að hún er í hausnum á mér. Hún er örugglega einhversstaðar annarsstaðar líka, ég veit bara ekki hvar. Ég vona bara, óska, að ég fái að vera einhversstaðar inní hausnum á henni. Bara smá, smáhorn, eins og ein heilasella, það er allt sem ég bið um. Heilasellur, þeim hef ég stútað nokkrum í kvöld. Bacardi-Spritið mitt, Baileyarnir tveir, bjórarnir sem ég fékk gefins og sá sem ég stal af Bjössa, Koníakið náttúrulega - en svo má ekki gleyma Fullnægingunni, tvöfalda romminu og allur bjórinn, sá sem ég stal af Bjössa og ?, þeir sem Sibbi gaf mér, ígildi nokkurra flaskna, eitt leiddi af öðru, allt í einu var ég bara orðinn fullur, andskotinn hafi það. Síðan fórum við út, stofnuðum barbersjopp-kvintett(er kvintett ekki fimm?), sungum um Ljónið sem lúllar í kvöld og ég reyndi að kenna þeim Spread You're Wings og svo fundum við ekkert partí þó að Tinni teiknimyndahetja og landkönnuður (sem lofaði að koma teiknimyndasögu um mig á laggirnar innan skamms enda kominn tími til) væri með í för. Þannig að að lokum þá gekk ég með Baldri hinum velskeggjaða heim og skýrði honum frá stórleik Johnny Depp í Fear and Loathing in Las Vegas, hvernig meistaraverk Gilliam um apana tólf gæfi meistaraverki Hitchcock um lofthræðsluna nýja dýpt, hvernig ástin væri tvöföld, þreföld og fjórföld, hvernig Truman Show væri um sambands manns og Guðs, það að vera einn í heiminum, allir aðrir eru feik, um ódauðleikann, hræðsluna við hann, Hálendinginn sem rembist við að láta engann hálshöggva sig svo hann verði eilífur - á meðan Freddy Mercury syngur "Who Wants to Live Forever"! Þversagnir þvers og kruss, sú staðreynd að einn er nær óendanleikanum en allt annað, allir menn eru bræður og um leið einir, bróðurslausir. Ekkert. Ég og Dísa, ekkert líka. Við höfum ekki einu sinni talað saman nema sem kúnni og afgreiðsludama. En Dísa, villtu bara tala við mig? Hér, fyrir norðan, í síma, whatever. Talaðu Dísa, segðu mér hver þú ert, af hverju þú grést, af hverju þú brostir og af hverju í ósköpunum ég er að skrifa allt þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home