sunnudagur, febrúar 29, 2004

Besti leikstjóri:

Fernando Mereilles – Borg Guðs / Cidade de Deus
Peter Jackson (2) – The Lord of the Rings: The Return of the King
Sofia Coppola – Lost in Translation
Peter Weir (4) – Master and Commander: The Far Side of the World
Clint Eastwood (2) – Mystic River

Mjög svo opinn flokkur, Mereilles á vissulega engan séns enda myndin ekki tilnefnd en hin fjögur eiga öll einhvern séns. Sérstaklega eru Jackson, Eastwood og Weir sterkir - ég ætla að skjóta á Weir, því hann er líklega besti leikstjóri sem er að vinna í Hollywood í dag og á verðlaunin inni. Þó væri hann vissulega að fá hana fyrir vitlausa mynd en það er víst of seint að leiðrétta yfirsjónir eins og það hvernig akademían gekk fram hjá The Truman Show.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home