sunnudagur, febrúar 29, 2004

Besta erlenda myndin:

Árás villimannana / Les Invasions barbares (Denys Arcand) – Kanada
Illskan / Ondskan (Mikael Håfström) – Svíþjóð
Samúræji í ljósaksiptum / Tasogare Seibei (Yoji Yamada) – Japan
Tvíburasystur / De Tweeling (Ben Sombogaart) Holland
Želary (Ondrej Trojan) – Tékkland

Ekkert af þessum ræmum komið til landsins frekar en venjulega - man þó að á sínum tíma var ég búin að sjá bæði Amélie og No Man's Land en það er undantekningin. Sú erlenda mynd sem mest er í sviðsljósinu þetta árið er Borg Guðs - sem var ekki tilnefnd í fyrra þegar hún var fulltrúi Brasilíu en Kaninn virðist vera búin að melta hana núna. Þannig að það er í raun engin sérstaklega sigurstrangleg, gaman ef Tékkarnir ynnu þetta en mig grunar að þessi verðlaun fari styttra en nokkru sinni áður, nánar tiltekið rétt yfir landamærin. Fyrir það fyrsta er hin Kanadíska Árás villimannana (ég efa ekki að þeir eru að tala um þessa barbara handan landamæranna) sú eina hér til þess að vera með tilnefningar í fleiri flokkum og þar að auki er Denys Arcand náttúrulega snillingurinn sem gerði Jesus de Montreal fyrir hálfum öðrum áratug.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home