sunnudagur, febrúar 29, 2004

Besta handrit – aðlagað:

Brian Helgeland – Mystic River (Dennis Lehane)
Braulio Mantovani – Borg Guðs / Cidade de Duis (Paulo Lins)
Robert Pulcini and Shari Springer Berman – American Splendor (Harvey Pekar)
Gary Ross – Seabiscuit (Laura Hillenbrand)
Fran Walsh, Philippa Boyens & Peter Jackson – The Lord of the Rings: The Return of the King (J.R.R. Tolkien)

Þetta er á milli hins mistæka en hæfileikaríka Helgeland og þrenningarinnar sem aðlagaði Tolkien (Philippa Boyens er í raun aðallega í því hlutverki að passa að ekkert fari í gegn sem stangast of mikið á við bækurnar). Hugsa að Helgeland hafi þetta fyrir Mystic River, enda handritið að mörgu leiti veikasti hluti þessa síðasta hluta þríleiksins - hversu margir endar voru aftur á myndinni?

Besta handrit – frumsamið:

Denys Arcand – The Barbarian Invasions (Les Invasions Barbares)
Sofia Coppola – Lost in Translation
Steve Knight – Dirty Pretty Things
Jim Sheridan, Naomi Sheridan & Kirsten Sheridan – In America
Andrew Stanton, Bob Peterson & David Reynolds – Finding Nemo

Hef séð tvær hérna, annars vegar þá sem á örugglega eftir að vinna ósanngjarnt - Sofia Coppola (sem gerði í raun mun betur með The Virgin Suicides) fyrir Lost in Translation og hins vegar eina sem á ekki minnsta séns en á virkilega skilið styttu - og er raunar skandall að sé ekki tilnefnd í fleiri flokkum - Steve Knight með handritið að hinni frábæru Dirty Pretty Things.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home