Besta heimildarmynd í fullri lengd:
Balseros – Carlos Bosch & José María Doménech
Capturing the Friedmans – Andrew Jarecki
The Fog of War: Eleven Lessons from the Life of Robert S. McNamara – Errol Morris
My Architect: A Son’s Journey – Nathaniel Kahn
The Weather Underground – Sam Green & Bill Siegel
Trendið hér í ár er Víetnam - bæði The Fog of War (McNamara er að sumum talin arkitektinn af stríðinu) og The Weather Underground hafa það sem baksvið. En Capturing the Friedmans hefur vakið ansi sterk viðbrögð og þykir merkileg á margan hátt, lýsingarnar minna að sumu leyti á Dead Man Walking, þannig að ég skýt á hana.
Besta stutta heimildamyndin:
Asylum – Sandy McLeod
Chernobyl Heart – Maryann DeLeo
Ferry Tales – Katja Esson
Tvær fyrri myndirnar taka á heimsmálunum á meðan Ferry Tales er meira á rólegu nótunum - um hóp kvenna sem setur andlitið á sig og trúa vinkonum sínum fyrir hvað er á bak við hvern dag á ferjunni frá Staten Island - vinnur út á það að vera á öðrum nótum en hinar.
Svo eru næst æsispennandi liðir eins og besta hljóð svo ekki sé minnst á klippinguna ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home