Kominn norður og var að rifja upp menntaskólaminningar, var svo seinna að grúska og fann þetta ljóð með einhverju blýantskroti í, minnti mig á að ég hafði lesið þetta í tjáningu og á tveim stöðum var ég búin að skrifa við “andakt” og á einum stað “dimmt” auk þess sem ég var búin að undirstrika nokkra kafla þar sem ég ætlaði að hafa áherslur. Lék mér líka einhvern tímann með þetta ljóð í grafísku námskeiði og splæsti saman við Errómálverk, þetta var áður en ég fór í bókmenntafræði og þurfti að fara greina helvítin. Kom mér nú svo sem oftast undan því, svona þannig séð ... en það er eitthvað við þetta ljóð, myndrænt, leikrænt – og svo eru svo furðu mörg ljóð í því, allt eftir skapi ...
Á föstudaginn langa 1954
Lengi, lengi hef ég staðið í fjörunni
við hið mikla haf sannleikans.
Og nú er ég faðir drengjanna,
sem veiða síli á litla öngla
föstudaginn langa.
Gegnum píslarhjarta frelsara vors,
sem dó á krossi,
svo að við mættum lifa,
synda inn í ljóð mitt
geislavirkir fiskar
hina löngu leið frá ströndum Japans,
og breyta andakt minni í ótta:
Mun ekki óvinur frelsara míns
varpa þúsund örsmáum helsprengjum
í djúpið,
og börn mín
veiða banvæna
geislafiska?
- Ó, hversu ljóðfagurt orð –
Lengi, lengi hef ég staðið í fjörunni
við hið mikla haf sannleikans
þar sem vísur mínar og spurningar falla
grunnt,
eins og steinar
og mynda fallega hringa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home