laugardagur, febrúar 14, 2004

Svínasúpa, minningargreinar og Luxus

Svínasúpan hans Óskars náði hæðum í gær, hingað til hefur verið skets og skets sem hafa verið virkilega góðir (enda svona sketsaþættir langoftast mikið hit and miss) en hlutfallið var ótrúlega gott í gær, kennarinn að lesa upp er náttúrulega öllum ógleymanlegum sem hafa reynt þetta sjálfir - hef að vísu aldrei verið með svona fámennan hóp - og Súperman í flugvél ekki síðri.
Eftir að hafa fengið nokkuð góðar hláturkviður þá fór ég að lesa Moggann og fékk gæsahúð ansi oft. Ef einhver hefur efast um gildi minningargreina sem bókmennta þá bendi ég þeim hinum sama að lesa það sem skrifað er eftir Matthías Viðar. Alveg óháð því hvort viðkomandi hefur þekkt mannin eða ekki þá er þessi lesning stórfengleg, það er ekkert reynt að fegra manninn enda þarf þess í raun ekki ef jafn vel er gert og hér.
Að lokum þá átti ég víst alltaf eftir að gefa upp svarið í vikugamalli getraun sem enginn gat - söngvarinn í eðalbandinu Luxus var vitanlega enginn annar en Björn Jörundur Friðbjörnsson.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home