Leiktjöld hugans
Confessions of a Dangerous Mind
Það skiptir svo sem litlu máli hvort þessi saga Chuck Barris er sönn (sem hún er líklega ekki) – því hún er merkilega sönn lýsing á Bandarísku þjóðinni – þ.e. þeirri hlið sem hún hefur einna helst snúið að okkur undanfarna áratugi. Annars vegar að leggja línurnar í afþreyingu, einföld hugmynd sem virkar í fjöldann, restin látin mæta afgangi, cheap high concepts. Og hins vegar þetta heilaga stríð þar sem Kaninn er alltaf góði gæinn í stríði sem fer að mestu fram í skuggum. Raunar táknrænt að hann hafi barist bókstaflega fyrir CIA en í raun var Amerískur afþreyingariðnaður talinn af mörgum hafa átt frekari þátt í að járntjaldið féll heldur en allar her- og leyniþjónustustofnanir Bandaríkjastjórnar. Sem er satt svo langt sem það nær, en múrinn hrundi þó fyrst og fremst innan frá.
Þetta er líklega besta mynd handritahöundarins frábæra Charlie Kaufman síðan Being John Malkovich. Human Nature og Adaptation gengu aldrei alveg upp þrátt fyrir góð fyrirheit. Frumraun George Clooney sem leikstjóra, hann hefur merkilega gott auga, betra og agaðra en Soderbergh og Coenbræður sem verða sjálfsagt fyrst nefndir sem áhrifavaldar í ljósi fyrra samstarfs. Annars er þetta mynd sem ég hugsa að hafi þurft leikara til þess að leikstýra (og hann leikur raunar í ákveðnum skilningi leikstjóra í myndinni), Chuck er nefnilega alltaf svo mikið að leika. Bæði þáttastjórnandann og njósnarann, hvoru tveggja snýst um það að allir trúi performansinu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home