mánudagur, febrúar 09, 2004

Survivor All-Stars

ii

Jæja, fyrsti þátturinn búin og einn sigurvegari úr leik. Kemur svo sem ekki á óvart, bölvaður aumingjamórall. Tina svo sem hálf vemmileg og allt það en hefði nú samt ekki átt að vera fyrsta manneskjan til að fara. Jenna, sem mér hafði alveg tekist að gleyma, er afskaplega pirrandi og biturt skass. Hún og Rob Mariano hafa forskot í keppninni um hvern ég myndi reka heim næst, Rob er vissulega mesta kríp sögunnar, það má hafa gaman af Lex og Richard þrátt fyrir allt. það væri nú samt gaman að sjá Richard fara í kvöld, Lex hins vegar þyrfti væntanlega að halda því hann verður vætanlega aftur ill nauðsyn í kompaníi Ethan, Big Tom og vonandi Rupert. Hálf svekktur með Rupert samt, hann virtist eitthvað hvekktur ennþá enda nýbúin að upplifa það að vera hent út og lét plata sig út í að hlusta á vitleysinga eins og Jennu. En ef Saboga nær friðhelgi í kvöld þá trúi ég ekki öðru en að mesta stressið fari úr Rupert og hann hætti að hlusta á Jennuvitleysinginn. Ef Saboga fer aftur á þing hins vegar er Ethan í hættu og það yrði vitanlega skandall. Svo er spurning hverjir eru í hættu í hinum ættbálkunum, Richard er sá eini í sjáanlegri hættu í Moga Moga, sýnist kallinn vera orðinn full kærulaus og vera farinn að rugla kæruleysinu saman við gamla undirferlið. Í Chapera fer Alicia í taugarnar á sumum letingjunum en það virkar óneitanlega rökréttast að henda trökkdrævernum út næst áður en hún drepur sig á óþverra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home