sunnudagur, febrúar 08, 2004

Laugardagsljóðin

Jamm, alltaf seinn, aðallega af því kom ekki nálægt tölvu á laugardaginn, þetta er þó skrifað á þeim sólarhring, aðfaranóttinni, þannig að nafnið er réttlætanlegt. Svona vitleysu stunda nördar eins og ég þegar maður er innligsa í vondu veðri í staðinn fyrir að vera á Þorrablóti. Og svona til þess að geta heimilda þá er rétt að taka fram að ég var að hlusta á Morphine þegar ég skrifaði fyrsta ljóðið.

Frestað vegna veðurs

Valda þér sársauka
Kasta perlum fyrir svín
Flytja hinum trúuðu orðið

Samhengislausar hugsanir
Nótt sem var frestað vegna veðurs

Orðin leita þín,
Þín sem ég þekki ekki núna

Svart hárið
eins og hrafnar sem læðast um axlir þínar

Nóttin
Lilja Nótt

Ófætt stúlkubarn

Óuppfyllt loforð

Ávextir skýrðir af ástinni

En fyrst þarf ég að leita þín á heimsenda

Og senda póstkort
með mynd af því sem er fyrir handan




Morgunstund númer 10.956

Hryðjuverkamenn hugans
Sækja feng sinn

Undirmeðvitundin flýgur á skýjaborgirnar

Sjálfstraustið stundar sjálfsmorðsárásir

Á meðan minnimáttarkenndin plantar jarðsprengjum
Þar sem draumar þínir voru áður

Á meðan á öllu þessu stendur
Blæst þú á kerti
og óskar þess eins að þú ættir einhverja ósk





Dancing lessons for the imperfect

Dönsum

Þessa einu nótt

Hendum staurfótunum

Svífum

Segjum réttu orðin

Og búum til minningu til að komast í gegnum
Alla þá daga sem við erum ekki fullkomin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home