föstudagur, febrúar 20, 2004

Föstudagslagið

Það er gaman að uppgötva hluti. Með aldrinum hefur maður orðið meiri og meiri obscuristi - Þekktar og vinsælar bækur, bíómyndir og lög eru vissulega mörg frábær og allt það - en maður á ekki jafn mikið í þeim og þessum minna þekktu, þetta er eins og lítið og skemmtilegt leyndarmál, fjársjóðsleit er miklu skemmtilegri þegar maður þarf virkilega að leita. Það er líklega um eitt og hálft ár síðan ég uppgötvaði Gary Jules. "Mad World" í Donnie Darko var upphafið. Síðan pantaði ég diskinn Trading Snakeoil for Wolftickets í jólagjöf og einhvernveginn er sá diskur eiginlega sándtrakkið við allan þann vetur í minningunni. En svo gerist það ótrúlega, Bretar urðu fyrsta þjóðin til að uppgötva fyrir alvöru hversu mikil snilld Donnie Darko var (ég endurtek enn og aftur að annað hvort Árna Sam eða Jóni Ólafs verður seint fyrirgefið fyrir að sýna hana ekki í bíó hér) og í kjölfarið þá virðist Jules vera að slá í gegn þar og miðað við það litla sem ég heyri af útvarpi hér heyrist mér að það sé eitthvað byrjað að spila Mad World hér. Einhverntímann heyrði ég líka DTLA - það væri synd ef það er næsti singull því það er lang slakasta lagið á disknum. En allavega, blendnar tilfinningar, heimurinn er ríkari en ég á einhvern hátt fátækari, bölvuð eigingirni - á vissan hátt vill maður eiga sumt fyrir sjálfan sig en um leið að það nái þeirri útbreiðslu sem það á skilið. En föstudagslagið, gjöriði svo vel:

Mad World

All around me are familiar faces
Worn out places
Worn out faces
Bright and early for the daily races
Going no where
Going no where

Their tears are filling up their glasses
No expression
No expression
Hide my head I wanna drown my sorrow
No tomorrow
No tomorrow
And I find I kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I’m dying are the best I’ve ever had

I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles its a very very
Mad world
Mad world

Children waiting for the day they feel good
Happy birthday
Happy birthday
And I feel the way that every child should
Sit and listen
Sit and listen
Went to school and I was very nervous
No one knew me
No one new me

Hello teacher tell me what’s my lesson
Look right through me
Look right through me
And I find I kind of funny
I find it kind of sad
The dreams in which I’m dying are the best I’ve ever had

I find it hard to tell you
I find it hard to take
When people run in circles its a very very
Mad world
Mad world
Enlarging your world
Mad world


- Gary Jules, upphaflega samið af Tears for Fears - en sú útgáfa kemst ekki í hálfkvisti. Já, stundum eru coverlögin betri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home