Einhvern tímann á Menntaskólaárunum ákvað ég að prófa að þýða nokkur ljóð. Jim Carroll varð fyrir valinu, meira fyrir tilviljun en nokkuð annað - og þetta var niðurstaðan:
Umferð
ég var ungur flugmaður í fyrri heimstyrjöldinni, mannstu?
kannastu við tilfinninguna þegar flugvél skellur í vatnið?
Við höfum ferðast 600 mílur, og eina manneskjan
sem við þekkjum sefur undir votu möndlutrénu.
það er ekkert eftir nema þetta engi sem lyktar af blóði.
munaðarleysingi hefur sloppið af munaðarleysingjahælinu rétt nógu lengi til að vera kraminn
ýmsustu fuglar játa leynt hatur sitt á okkur
og kanóinn ferðast gegnum hellinn til hins yfirgefna norðurs.
Fallegir vellirnir blasa við ...
og mjúk blómin eru geislavirk að innan
Að yfirgefa New York-borg
(Að fara að heiman)
Ég eyddi yndislegum degi
með tveim ekta hollenskum frúm
í fötum eins og á póstkortunum
fyrir framan skondið hús
með brúnu tígulsteinaþaki
og múrsteinsveggjum með bláum gluggum
hvorki að hugsa um ljóð, tónlist,
kvikmyndir, málverk, presta né nunnur,
né þig.
Brot
Þegar ég sé kanínu
kramda af bíl á ferð
þá dreymir mig um geðveikar tölvur
sem reikna skakkt mikilvæg gögn
mikilvæg fyrir líf okkar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home