þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Þriðjudagsbíó

Samkvæmt óáreiðanlegu minni var fyrsta myndin sem ég sá Doppuhundarnir, 101 Dalmatians eins og ég lærði löngu seinna að hún héti. Man ekkert eftir henni, man hins vegar að mér fannst Little Lord Fauntlorey afspyrnu leiðinleg en systir mín og frænkur sem fóru með sáu fyrir vökva fyrir heilann músaættbálk á meðan á sýningu stóð. En fyrsta myndin sem ég man eitthvað eftir að ráði var The Black Stallion - og svo The Black Stallion Returns sem mig minnir að ég hafi séð í Tónabíó sáluga. En fyrsta uppáhaldsmyndin var náttúrulega The Never Ending Story. Risaskjaldbökur og fljúgandi hundar, what more do you need? Þó Cristopher Lambert hafi vissulega verið svalur í Greystoke ... En það fyndna er að maður man aðallega eftir bíói úr Mogganum frá þessum árum, maður var ekki enn komin með fjárráð til að fara neitt af viti í bíó en þess í stað mundi ég held ég hvenær hver einasta mynd var frumsýnd og í hvaða bíói og þegar ég var hvað verstur klippti ég alltaf miniplakkötin í Mogganum út. Það besta var svo þegar maður komst í gamla Mogga með dularfullum og spennandi myndum sem maður hafði aldrei heyrt um áður. Komst svo seinna að því að það var hægt að fá gömul blöð lánuð á Amtsbókasafninu, nýtti mér það einstöku sinnum en þó ekki svo oft, aðallega af því ég upplifði mig alltaf sem harðvsíraðan glæpamann þegar ég fékk þau lánuð - ég meina til hvers í ósköpunum var níu ára gutti að biðja um DV / Moggann frá 83? Afgreiðslufólkið leit grunsamlega á mig, spurði hvað í ósköpunum ég ætlaði að gera með þetta. Hnýsni er þetta endalaust. En ef það er ennþá að velta fyrir sér var það upphaflega eitthvað að bíónördast, svo seinna meir var ég obsessed af vinsældalistum Rásar 2 sem hægt var að sjá aftur í tímann í föstudagsDV. Bölvuð vinsældahóra endalaust ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home