mánudagur, febrúar 16, 2004

Survivor All-Stars

iii

Var óvenju latur í gær og fór barasta ekki í neinn labbitúr og klikkaði svo á bókahorninu á fimmtudaginn. Engin frammistaða en Survivor má náttúrulega ekki klikka.
Mitt lið búið að klikka tvisvar í röð en mínir menn þó ennþá inni þó maður hefði verið kominn með miklar áhyggjur af Ethan síðast. En Rupert er a.m.k. greinilega ekki undir hælnum á Jennu eins og maður hafði áhyggjur af þannig að eftir að Rudy er farinn treysti ég að hann og Ethan standi saman. Vona nú samt að ættbálkurinn sleppi í kvöld, jafnvel þó mig langi mikið til að sjá Jennu ganga plankann.
En ég vona að í staðinn fái ég að sjá Rob yfirkríp yfirgefa svæðið, gæti samt orðið Alicia, Rob er illa við fólk sem sér svona augljóslega í gegn um hann – sem ætti reyndar ekki að vera erfitt. En Big Tom virðist blessunarlega vera öruggur í bili.
Svo er spennandi að sjá hversu lengi Richard hangir inni – ég reikna með að tæknimennirnir séu allir að berjast fyrir því að hann fari – það kostar örugglega eftirvinnu á hverju kvöldi orðið að blörra vininn endalaust.
Svo veit maður ekkert hvenær verður sameinað eða hrist upp í eða hvað – reikna þó með að þeir geri eitthvað drastískt ef Saboga tapar aftur til að halda spennu í þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home