þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Það er allt að fara til andskotans. Menntunar- og menningarstig þjóðarinnar hríðfellur og mikilvægustu gildi siðmenningarinnar eru að hruni komin. Ástæða þess er vissulega sú sorglega staðreynd að fyrir áratug borðuðu íslendingar samtals eina milljón bollur á bolludeginum en eru núna komnir niður í hálfa milljón. Hvers konar ládeyða og aumingjaskapur er þetta í þjóðinni. Það veit ég að ættfeður okkar hafa allir snúið sér marga hringi í gröfinni í gær.

En ykkur til huggunar get ég greint frá því að ég er búin að semja öll miðannarprófin og get chillað við að sitja yfir á morgun á meðan greyin svitna ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home