laugardagur, febrúar 28, 2004

Besta tónlist:

Danny Elfman – Big Fish
James Horner – House of Sand and Fog
Thomas Newman – Finding Nemo
Howard Shore – The Lord of the Rings: The Return of the King
Gabriel Yared – Cold Mountain

Traustir kompóserar þó enginn sé í sérstöku uppáhaldi þannig séð. Hef á tilfinninguna að Elfman sé virkilega að ná sér á strik með Big Fish eftir ansi mögur ár þar sem hann hefur lifað á fornri frægð, en myndin sjálf virðist ekki fá það fylgi sem maður hefði búist við hjá akademíunni. Besta tónlistin í Cold Mountain var innlegg White Stripes-liðans og það þýðir að Shore ætti að taka þetta fyrir LOTR.

Besta lag:

"Into the West" e. Fran Walsh, Howard Shore & Annie Lennox – úr The Lord of the Rings: The Return of the King
"A Kiss at the End of the Rainbow" e. Michael McKean & Annette O’Toole – úr A Mighty Wind
"The Scarlet Tide" e. T-Bone Burnett & Elvis Costello – úr Cold Mountain
"Les Triplettes de Belleville" e. Benoit Charest & Sylvain Chomet – úr Les Triplettes de Belleville
"You Will Be My Ain True Love" e. Sting – úr Cold Mountain

Þetta eru verðlaun sem maður myndar sér oft ekki skoðun um fyrr en á kvöldinu sjálfu þegar maður nær að heyra þau. Maður fékk ekki tækifæri til þess að njóta lokalagsins í LOTR vegna þess hve allir voru að hlaupa út undir kreditlistanum enda klukkan að ganga fimm, en eitt lag var mjög gott í Cold Mountain, kæmi ekki á óvart að það væri "The Scarlet Tide". En ég skýt á að gamla Evróryþmamixið hafi þetta en samt í raun ekkert eitt lag sérstaklega sigurstranglegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home