sunnudagur, febrúar 29, 2004

Besta teiknimynd í fullri lengd:

Brother Bear
Finding Nemo
Les Triplettes de Belleville


Ekkert séð af þessu - enda hálf ómögulegt á þessum síðustu og verstu að ná Finding Nemo á frummálinu - en nokkuð ljóst að Bjössi bróðir á ekki séns. Það virðist vera kominn hálfgerð hefð hérna, ein Disneymynd tilnefnd án þess að eiga séns á meðan ein Pixarmynd og ein erlend teiknimynd berjast um sigurinn. Í fyrra vann hin japanska Sen to Chihiro no kamikakushi óvæntan sigur, Bellevilleþríburarnir hafa það með sér að vera með tilnefningu fyrir besta lag líka en ég sé ekki að það verði gengið fram hjá Pixar aftur, sérstaklega í ljósi þess að Finding Nemo er orðin vinsælasta teiknimynd allra tíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home