Borg Guðs (Cidade de Duis) er oft borin saman við Goodfellas Scorsese. Sá samanburður er vissulega ósanngjarn enda er myndin margfalt betri en þau ofmetnu leiðindi. En allavega, hún er töluverðan tíma í gang en þegar maður er kominn inní hana er hún afskaplega sterk. Littli Z eftirminnilegur og óhugnanlegur karakter án þess að það sé farið alla leið í að gera hann að skrímsli – og börn með byssur er einstaklega hryllileg sjón. Öll blindan ... en ólíkt Bandarísku mafíudrömunum sem allir eru að slefa yfir þá er ekki verið að upphefja skúrkana til þess eins að vera töff. Aðalpersónan er ljósmyndari, mitt í öllu en þó passífur og ágætis kontrast við allt brjálæðið.
Pirates of the Carribean minnti mann svo á hvernig sumarmyndir eiga að vera, það er ekki aðalatriðið hvort þær eru fullar af klisjum eða ekki, í tísku eða ekki, hæpaðar eða ekki, nei, það skiptir öllu hvort þær eru skemmtilegar. Just good old fashioned fun, myndin hefur sjálfsagt kostað sitt en það er engin peningalykt af henni, aðalatriðið er að hafa gaman að þessu – og þegar maður er með launatékka í milljónum dollara þá er ástæða til að muna það þegar maður er að gera eitthvað sem á að vera skemmtilegt. Þetta er einhvernveginn alltof útreiknað oft þegar verið er að búa til eitthvað sem á frekar að hafa skemmtunargildi en listrænt. Manni verður eiginlega hugsað til hins furðulega orðs afþreying sem er tiltölulega nýlega byrjað að nota um alls skonar skemtun, orðið gefur samt í raun ekki í skyn að um sé að ræða eitthvað skemmtilegt, bara eitthvað sem hægt er að drepa tíman yfir. En sem sagt, mynd sem minnir mann á hversu sorglega sjaldan það er hægt að segja einfaldlega: Virkilega góð skemmtun. Og Depp átti styttuna skilið, algjörlega frábær karakter.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home