Orðinn forvitin um Píslarsögu Gibsons, það er óneitanlega einsdæmi að mynd sem er á tveimur dauðum tungumálum sé að taka inn hundraðogeitthvað milljónir dala á einni helgi. Allt umtal um hana markast náttúrulega af því hve margir höfðu gert sér upp skoðun á henni fyrir sýningu. Hins vegar er þetta, ólíkt því sem mýtan segir til um, í fyrsta skipti í langan tíma sem virkilega umdeild mynd slær í gegn.
Gyðingahatur? Erfitt að segja, má spyrja sig hvort það sé ekki eins hægt að segja að það sé englendingahatur í Braveheart, þjóðverjahatur í Saving Private Ryan o.s.frv.? Spurning líka hvort ekki sé verið að hengja bakara fyrir smið ef öllu misjöfnu um Gyðinga úr Nýja testamenntinu er klínt á hann. Eins hefur manni þótt gyðingar vera í ákveðinni vörn út af eigin arabahatri í Palestínu sem er óneitanlega öllu alvarlegra en þessi mynd verður nokkurn tímann.
En það er kannski ástæða til þess að skoða myndina einfaldlega sem bíómynd, það er vissulega heilmikið steitment í því að taka myndina á armeisku og latínu – það er alltaf uppörvandi að kvikmyndagerðamenn sætti sig ekki við málamiðlanir og láti markaðinn ekki stjórna sér – þá er ekki aðalatriði að maður aðhyllist ekki sömu trúarsannfæringu. Finnst samt að hann ætti að stytta nafnið aftur í The Passion.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home