laugardagur, mars 13, 2004

Laugardagsljóð

Ég hef aldrei komið til Madrid. En ég var í Barcelona þegar Real varð Evrópumeistari 1998. Þá var Barca stóra liðið, Real lifði aðallega á fornri frægð. Skrítið að hugsa til þess nú, ekki nema fimm árum seinna. En allavega, svo fór ég yfir til Frakklands, en þurfti að stoppa hér fyrst:

Landamærastöð

Þessi stórkostlega sól
brennir gat á himininn
í gegnum hausinn á mér

Það er bara sól þar núna
- eitt sekúndubrot –
bara sól.

Ég skil það bara ekki,
skil ekki sólina
hamingjuna,

gleymi öllu sem ég hef lært

og finn að ég er á heimsenda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home