þriðjudagur, mars 23, 2004

Þriðjudagsbíó

Akureyrarferð um síðustu helgi, fyrir nörda eins og mig þýðir það náttúrulega menningarferð í Borgarbíó og Nýja bíó.

i

School of Rock

Önnur tilraun Linklater til að gerast mainstream – og í þetta skipti tekst það. Hann er aldrei sérstaklega að reyna að smygla einhverjum indíartífartí dæmi inní myndina, heldur tekur hann einfaldlega það besta úr Hollywood hefðinni og forðast verstu gildrurnar af lagni.
Krakkarnir eru alltaf skemmtilegir en aldrei sætir – og merkilega sannfærandi lýsing á dæmigerðum bekk með mismunandi týpur (the teacher talking here). Jack Black er fæddur í hlutverkið og fær virikilega tækifæri til þess að flippa út, sem er vissulega hans helsti styrkur sem leikari. Boðskapurinn er svo einfaldur er merkilega hvöss útlegging á gildi rokksins – fyrir utan það að hamra á því sem maður er alltaf að bíða eftir að nemendagreyin geri sér grein fyrir – einkunnir skipta ekki máli.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home