sunnudagur, maí 23, 2004

Merkileg þessi hefð fólks að nota þau fáu tækifæri sem ég skrópa á mannfagnaði til þess að skandalísera. Því til viðbótar hef ég fregnir að því að fólk sé líka farið að taka upp á því að tala vel um mig að mér fjarstöddum. Að lokum ein samviskuspurning: vegur sú staðreynd að Ólafshús býður upp á besta bjór á landinu (Nastro Azzuro vitanlega) upp á móti þeirri staðreynd að þeir hleypa manninum sem samdi "Eitt lag enn" inn með hljómborð? Fyrir utan allt vafasama liðið af briddsmótinu - en nýstúdentar björguðu þó kvöldinu, að ógleymdum samkennurunum náttúrulega þó úthaldsleysi gerði vart við sig hjá sumum stórleikurum ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home