mánudagur, maí 03, 2004

Survivor All-Stars

xiii

Shi-Ann lifði af síðast – heppin að það var keppni sem snérist fyrst og fremst um ákveðni, þar er sá aðili sem þarf mest á friðhelgi að halda alltaf sigurstranglegastur. En hún skoraði vissulega prik með fagnaðarlátunum, kannski ekki það skynsamlegasta en það var nú varla skynsamlegt hjá hinum að frysta hana svona algerlega úti, satt best að segja finnst mér engin vera að spila sérstaklega skynsamlega í augnablikinu. Nema helst Amber, hún verður aldrei rekin á undan Rob nema hann verði með friðhelgi og hefur þar nokkuð örrugan mann með sér. Ég treysti því allavega að hún sé að spila með hann. Ég fór eiginlega að halda með Aliciu eftir að grautarhausarnir þarna töldu hana síst eiga skilið að vinna – dettur þessu liði virkilega í hug að Jenna eða Rob gætu verið verðugir sigurvegarar – en bakkaði eiginlega með það þegar hún fór að dissa Shi-Ann.
En það er nokkuð ljóst hvernig goggunarröðin er núna, eiginlega allt of ljóst þannig að nú fara að fara af stað einhverjar þreyfingar. Big Tom veit að hann fer næst á eftir Shi-Ann þannig að það er spurning um að þau taki sig saman og komi vitinu fyrir Rupert sem augljóslega er fjórði maður og virðist blessunarlega hafa áttað sig á hve Jenna er óþolandi miðað við trailerinn. Þetta gæti raunar verið síðasti séns til þess að stoppa skötuhjúin – sem er stórmerkilegt að þau hafi ekki haft vit á að gera ennþá – áður en það verða bara fimm eftir og ólíklegt að Jenna verði fengin yfir. Amber mætti svo sem alveg vinna ef það væri ekki fyrir þann möguleika að Rob fengi einhvern hluta af því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home