fimmtudagur, apríl 29, 2004

Fimmtudagsbíó

8 Mile og Monster’s Ball

Tvær myndir þar sem rasisma er að einhverju leiti séður frá sjónarhóli hvíta mannsins, sú fyrri á öllu augljósari hátt. Báðar eiga það líka sameiginlegt að rapparar sanna það að þeir eru ágætir leikarar, Eminem (að vísu að leika sjálfan sig) og Sean Combs – sem aldrei nokkurn tímann á eftir að syngja nándar nærri eins vel og hann leikur hérna.

8 Mile er fín að mörgu leyti – en þó vissulega töluverð klisja. En það er stemmning yfir myndinni, rappsenurnar sterkar þó maður sakni þess að textinn sé jafn mergjaður og hjá aðalleikaranum á hans bestu dögum. Margt sem minnir á aðra minna þekkta rappmynd, Slam, báðar vilja vel og gera margt ágætlega en eru að falla í ýmsa óþarfa pytti. En ég gæti ímyndað mér að ef þær tvær yrðu bræddar saman yrði úr ansi mögnuð mynd.

Monster’s Ball er hins vegar mun áhugaverðari. Hún á margt sameiginlegt með As Good as It Gets – er eiginlega kolsvört útgáfa af þeirri mynd. Allir aðeins örvæntingafyllri, afleiðingar alls hatursins miklu óhugnanlegri. Forvitnileg hvernig fangavörður á dauðadeild er notaður sem holdgervingur rasisma hvíta mannsins, eitthvað sem kemur ágætlega í ljós þegar tölfræði er skoðuð.

En þó þegar allt kemur til alls einfaldlega saga um tvær týndar sálir sem ákveða að týnast saman. Kannski hafa skrímsli líka sál eftir allt saman?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home