þriðjudagur, apríl 20, 2004

Séríslenskur körfuboltafarsi

Það hefur mikið verið rætt um hvort íslenskur körfubolti sé á réttri leið með 2-3 útlendinga í hverju byrjunarliði. En þessir útlendingar virðast þó ekki vera jafngildir leikmenn þegar kemur að viðurkenningum - af 20 stigahæstu mönnum í deildinni á síðustu leiktíð voru 17 erlendir leikmenn - samt eru allir leikmenn í liði ársins sem valið var á uppskeruhátíð KKÍ íslenskir enda virðist ekki mega velja útlendinga þar - nema sem besta erlenda leikmann. Ef þetta er ekki hámark hræsninar þá veit ég ekki hvað, þessir erlendu leikmenn sem hingað koma er greinilega litið á sem algera málaliða - sem þó bera uppi nær öll liðin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home