fimmtudagur, apríl 15, 2004

Fimmtudagsbíó

Whale Rider

Seinni tvær myndirnar sem ég sá fyrir sunnan voru ekki alveg að ná standardnum á þeim tvem fyrri. American Splendor samt fín þó ég hafi á tilfinningunni að ég hafi einhvern veginn ekki verið rétt stemmdur. Nógu góð a.m.k. til þess að ég keypti teiknimyndasöguna. (Meira um AS þegar ég kemst í að klára bókina) Whale Rider var hins vegar mikil vonbrigði. Sjálfsagt mjög forvitnileg ef þú ert í mannfræði en sagan, stelpa sem fær ekki að leika sér með strákunum, er alveg jafn mikil klisja hvort sem hún gerist í maóraþorpi eða LA. Sérstaklega þegar það er ekki gert neitt nýtt og spennandi við hana. Svo er ofboðslega tilgerðarlegur symbólismi, einhver hvalur alltaf að velta sér eitthvað - atriðið með hvölunum í lokin hefði hins vegar getað orðið mjög áhrifaríkt ef að það hefði verið búið að byggja almennilega undir það þannig að hvalirnir hefðu einhverja merkingu fyrir áhorfendunum. En kannski er þetta bara af því mér hefur alltaf fundist hvalir frekar óáhugaverð dýr og þeir sem ég hef talað við engan vegin staðið undir meintu gáfnafari dýranna. Rétt þó að taka fram að stelpan, Keisha Castle-Hughes, stendur hins vegar undir öllu lofinu og óskarstilnefningin verðskulduð, hún á miklu betri mynd skilið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home