x
Ísdrottningin brædd í burtu síðast, ólíkt flestum þá hafði ég alltaf dálítið gaman af Jerri – fannst hún aldrei beinlínis sama bitchið og flestir töluðu um, þó hún tæki vissulega góðar syrpur. Óljóst hvað Lex er að pæla, líklega að fórna einu atkvæði fyrir tvö (Rob & Amber) ef hann kemst í lokaúrslitin. Forvitnileg þessi hefð hans að segja alltaf fólki áður en hann sparkar þeim – ber þó að geta þess að hann gerði það ekki við Colby, sem bendir til þess að þetta sé óvitlaus herkænska – þegar hann sleppir því næst að segja einhverjum að hann sé rekinn kemur það því meira á óvart. En hann var náttúrulega nokkuð náinn Ethan og Jerri, sé engan sem hann er sérstaklega náinn núna.
Styttist sjálfsagt í sameiningu, núna er ljóst hverjir eru kandídatar í kviðdóminn að öllu eðlilegu þannig að nú þurfa menn að tryggja það að fólki líki vel við þig þó þú sparkir þeim.
Staðan vissulega forvitnileg fyrir sameininguna, 5-4 fyrir hinum nýja Mogo Mogo en það hvernig Lex bjargaði Amber hefur væntanlega skekkt þá tölu verulega, líklega var þetta snjallt hjá honum eftir allt saman (fannst það satt best að segja ekki þegar ég horfði á þáttinn). Annað hvort verða Shi-Ann og Kathy skotmörk (Shi-Ann færi þá væntanlega fyrr út nema þeir taki þann hættulegri fyrst) og Lex fær gálgafrest eða að Rob og Amber taki höndum saman með þeim og Lex og hendi Aliciu eða Rupert, Big Tom og vælukjóinn Jenna virka frekar örugg þó það sé allt óvíst með það. Nema náttúrulega að fólki finnist Lex eða Rob farnir að vera full stórir með sig og sparki þeim? Nú fyrst er þetta virkilega að verða forvitnilegt, verst að mann vantar einhvern til að virkilega halda með, ég verð bara að treysta á það að Rupert byrji að skína aftur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home