sunnudagur, mars 28, 2004

Sunnudagsgöngutúr

Ég man varla í hvaða landi ég er núna, skrítin tilfinning. Vel að merkja, hvaða land þýðir hvaða leið ég nota til að spila tónlistina mína í. Mér fannst ég vera að fara að setja diskinn í fartölvuna mína þegar ég mundi eftir því að geislaspilarinn minn er í herberginu. Ólíkt Tékklandi, haustið 2002. Hámark kaldhæðninnar er þó sú að útvarpið + geislaspilarinn minn er tékkneskur, Panasonic tæki sem ég fékk í gegnum sambönd frá Tabor, bróðir sálfræðingsins míns í Oxford, er fartölvan er alískensk, fengin í gegnum sambönd í Menntaskóla Akureyrar. En tónlistin er Gary Jules, sándtrakkið við síðustu stundir mínar í Tékkó, last time around. Ég kem náttúrulega alltaf aftur. Þó takmarkið sé vissulega að sjá gervalla veröldina þá toga vissulega sumir staðir meira í en aðrir. En nú er veröldin Sauðárkókur, staður sem á merkilega mikið í manni þó mann hlakki til þess að komast annað. Það sem maður saknar aðallega er fólk á mínum aldri, ég hitti bara aldraða kennara eða kornunga nemendur hér. Ekki það að það sé ekki mikið af snillingum þar á meðal. Lögfræðingurinn minn ræður mér frá því að birta nöfn, en allavega … Það er nokkuð ljóst að ég verð ekki hérna næsta haust – sem eru rosalega blendnar tilfinningar. Jú, ég er meira en til í að komast eitthvert þar sem er almennileg bókabúð, alvöru bíó og eitthvað fólk á mínum aldri. En best að feisa hitt líka, ég hef aldrei verið í starfi sem mér hefur verið jafnt annt um. Ef maður lenti í erfiðri viku í einhverri annari vinnu þá hugsaði maður alltaf með sér: þetta er að verða búið, það er bara x langur tími eftir. En hér er maður að missa dýrmætan tima. Og það er oboðslega lítið eftir … óendanleg tilhlökkun samtvinnuð við óendanlega eftirsjá, hluti af mér vill vera áfram, en það myndi ekki ganga almennilega upp þó ákveðnir hlutir gætu gengið upp … flókið mál … en hvenær munu stjörnurnar svo sem raða sér þægar upp í rétta röð, tilbúnar til þess að uppfylla þau örlög sem manni voru ávallt ásköpuð?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home