þriðjudagur, mars 23, 2004

Þriðjudagsbíó

iii

Starsky & Hutch

Tveir félagar í löggunni sem virðast andstæður? Lögreglustjóri sem telur þá báða vandræðagemsa? Passlegur skammtur af klappstýrum? Mótórhjólagengi? Svartur eyturlyfjasali / uppljóstari? Dularfullur pervert? Mafíuforingi sem allir halda að sé heiðvirður borgari? Endurgerð á hundgömlum sjónvarpsþætti? Öllu haldið opnu fyrir framhald? Algjör klisjusúpa?

Svörin við öllum þessum spurningum eru vissulega já.

En það er í hinu allra besta lagi þegar bíómynd er jafn yndislega skemmtileg og þessi. Klisjur eru fínar ef allir eru virkilega að skemmta sér, taka sig passlega alvarlega – og sketsarnir eru þrátt fyrir allt virkilega fyndnir. Fyrir utan það sem gerir þessa mynd það sem hún er, er eitthvað leikarapar heitara saman en Ben Stiller og Owen Wilson? Þeir gætu lesið upp úr símasrkánni saman og það væri þess virði að borga sig inn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home