sunnudagur, apríl 18, 2004

Á Kaffi Vín

Skrýtin Reykjavíkurferð, tregur til að fara en átti eitt fljótlegt en mikilvægt erindi. Núna er maður aðallega að slæpast enda sunnudagseftirmiðdegi og ég búin að tékka út af Hótel Starra. Smá búðarráp í Eymundsson og Mál og menningu, fara yfir ritgerðir á Kaffi Vín, bíða eftir flugi og njóta þess hvað það afgreiðslustúlkurnar sem ég hitti í dag eru fallegar. Þrátt fyrir það nenni ég eiginlega varla að vera hérna núna en er aftur á móti farin að hlakka til að flytja hingað eftir rúman mánuð og vera annað hvort í sumarfríi á kennaralaunum eða í einhverri skemmtilegri vinnu. Sá ekki ástæðu til þess að sækja líka um þær leiðinlegu í þetta skiptið. Jamm, styttist í sumarið, sýnist við ætla að sleppa vorinu sem Huldar var einmitt að leita af í Fréttablaðinu í morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home