mánudagur, október 04, 2004

Fleiri börn, minna nám!

Einstaklingur sem er búin að vera út á vinnumarkaðnum í nokkurn tíma (meira en eitt sumar a.m.k.) og ákveður annað hvort að fjölga mannkyninu eða bæta við sig námi er í skondinni stöðu.

Ef hann kýs að fjölga mannkyninu fær hann fæðingarorlof, ef hann kýs að mennta sig námslán.

Ef hann kýs að fjölga mannkyninu þá fær hann 80 % af laununum sem hann hafði á meðan hann er í fæðingarorlofi, hann getur því viðhaldið þeim lífsstíl sem hann hefur tamið sér að mestu og græðir í raun á því að hafa haft sem hæst laun.
Ef hann kýs að mennta sig þá hins vegar er honum refsað fyrir að hafa haft þó ekki væri sæmileg laun með því að skerða mánaðartekjur (sem ofan á allt saman þarf að borga til baka ólíkt fæðingarorlofi) hans úr öllu hófi þannig að einstaklingur með um 180 þúsund í laun (ekki langt frá meðallaunum) og 130 þúsund útborgað þarf skyndilega að lifa á innan við 40 % af fyrri tekjum.

Það að mennta lýðinn er lítils metið í krónum talið.

Sífellt oftar er talað um grunnskóla (og jafnvel framhaldsskóla), jafnvel af kennurum sjálfum, sem geymslur fyrir börn frekar en menntastofnanir.

Þá skal gefa framhaldsskólunum minni og minni tíma til að mennta sína nemendur.

Viskan skal sífellt verða almennari og almennari þannig að allir verði nú örugglega eins. Allt skal samræma.

Í stuttu máli hvetur núverandi kerfi til þess að við verðum sífellt fleiri - og sífellt vitlausari. Við búum ekki til betri börn, aðeins fleiri, því sem minnst viljum við fyrir þeim hafa.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er virkilega áhugaverð pæling. Hef aldrei litið á þetta svona. Og ekki séð neinn annan gera það.
Kveðja,
Eygló

3:39 f.h.  
Blogger Kolbrún said...

Ég hef nú hugleitt þetta á ýmsan hátt en aldrei þennann. Þannig lagað séð. Ég man samt að þegar ég var í námi forðum daga og varð ófrísk að þá óneitanlega gerði ég mér grein fyrir því að það var óhagstætt að eignast barn án þess að vera búin að vera á vinnumarkaðinum í einhvern tíma... þess vegna ætla ég næst þegar ég ákveð að fjölga mannkyninu (ef ég geri það það er) að vera fyrst búin að selja sálu mína hjá einhverju fyrirtæki sem borgar svívirðilega há laun (segir sig sjálft að menntun mín í blaðamennsku og kennarastörfum skilar ekki svívirðilega háum launum) og fara svo á 80% af þeim í barneignarfrí ;)

2:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home