mánudagur, nóvember 01, 2004

Ef tímaeyðsla væri listform væri ég nóbelsverðlaunahafi

Norðurlandaferð eftir 60 tíma, á eftir að gera skriljón mikilvæga hluti fyrst - en kemst ekki í neitt vinnustuð þessa helgina. Ég er alltof mikill deadline-junkie. Tarnabrjálæðingur eins og flestir Íslendingar. Væri lífið miklu betra ef maður gerði alltaf allt á réttum tíma? Ég geri að vísu flest á réttum tíma ... þ.e.a.s. á síðustu stundu. En það þýðir að það kemur fyrir að það verður lítið af þeim hlutum sem ekkert deadline er á ... kannski ætti ég að afhenda ríkislögreglustjóra lista með öllum hlutunum sem ég ætla að gera áður en ég verð 30 ... úff, alltof stutt þangað til, best að hafa listann ekki of langan ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home