miðvikudagur, júlí 24, 2002

Atvinnumenn?

eða fótboltafærsla til að gleðja þá fjölmargu laumusportista sem lesa þessa síðu

Það var mikið gert úr því í sjónvarpssendingunni af tapi Skagamanna fyrir Bosníumeisturum Zeljeznicar að þetta væri munurinn á atvinnumönnum og áhugamönnum. Bíddu, gegn hvaða milljónamæringum voru Skagamenn að spila? Jú, þeir koma frá stríðshrjáðu landi sem er ekki nema um tólf sinnum fjölmennara en Ísland - og með tólf sinnum lægri meðaltekjur. Það er ekki alltaf hægt að fara í Pollýönnuleik með litla Ísland þegar menn fá skell - stundum eru Íslensku liðin einfaldlega að gera í buxurnar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home