miðvikudagur, júlí 24, 2002

Örverpi allra landa sameinist!

Stuttu eftir að ég tók mér einræðisvald í gær var lýðræði aftur komið á (þó það sé ennþá að vísu nokkurnveginn óskiljanlegt lýðræði með misjöfnum tilraunum til kýrillísks leturs) og hafði það óbætanleg áhrif á samningaviðræður mínar um að taka við sem keisari yfir Rússlandi. Eftir kommúnista og kapítalisma ætla þeir sem sagt að prófa einræðið aftur, ég er mjög svekktur að hafa ekki fengið þessa vinnu, ágæt fríðindi og tækifæri til að fá þjálfun í að koma fram opinberlega, verst að starfsöryggi er ekki mikið, ekkert verkalýðsfélag til staðar og óþarfa pressa um barneignir. Fyrir utan að mér finnst þessi regla um að elsti sonurinn erfi ríkið asnaleg …

Ásgeir örverpi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home