þriðjudagur, ágúst 27, 2002

Gaman að vera dramaQueen stundum, annars ekkert að gerast fyrir utan haustbrjálæðið í vinnunni. Enginn samt búinn að missa hausinn ennþá þó fólk geti verið einkennilega firrt í margmenni. Aðalega verkfræðidýr og HR-dýr ennþá, smá af menntaskóladýrum og raundýrum, eina bókdýrið sem ég sá var að villast innan um læknadýrin sem eru minna koxuð þetta árið en oftast. En ég vinnudýrið frekar skrítið í hausnum og vildi frekar fá að pæla í eigin námi núna en öllum hinum tegundunum. Eða bara vera steinsofandi í móravískum fjallakofa dreymandi um fólk sem ég þekki ekki ennþá. En þangað til dreymir mann helst að það verði til kjötloka í mötuneytinu (maður þarf að vera illa haldinn til að dreyma um kjötlokur) og að tíminn líði nógu hægt til að maður nái að klára allt og nógu hratt til að maður haldi geðheilsunni. Sem ég er ekki alveg viss um að sé að gerast. Best að ræða það nánar við Zebradýrið á svölunum hjá mér sem mig grunar að lumi á afbragðsuppskrift af pönnukökum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home